top of page

Náttúran, einkum jurtaríkið, er áberandi þema í verkum Gígju Reynisdóttur. Hún fléttar náttúrulegan efnivið og form saman við huglæg viðfangsefni sem snerta hana, en margbreytileiki mannlegra og félagslegra þátta er henni sérstaklega hugleikinn.

Gígja útskrifaðist með MFA gráðu frá Sandberg Instituut í Amsterdam árið 2000. Hún hefur búið og starfað síðan í Hollandi.

Annars vegar skiptast verk Gígju í skúlptúra og úrklippuverk og hins vegar í fínlegar blýants- og krítarteikningar. Nýlega þróaði hún sérstaka tækni sem gerir henni kleift að umbreyta plöntu- og trjálaufum í efnivið sem hægt er að teikna á.

Viðtal Ron Flens | The Culture Club | NH Nieuws
Febrúar 2023 | 
www.nhnieuws.nl

Einnig verk eftir pöntun

Bedankt voor de inzending!

bottom of page