top of page
IMG-3296.jpg
reynisdottir_hedda_edited.jpg
50AE517B-D597-4CB3-B235-EFDD53C9F434_1_201_a.jpeg
97E2EFE8-FB06-4A22-9057-00C0F7716D84_1_201_a.jpeg

Um verkin mín

Árið 2000 útskrifaðist ég með meistargráðu í hljóð- og vídeóinnsetningum frá Sandberg Institute í Amsterdam og hef búið í Hollandi síðan þá.

 

Ég hef sýnt víðsvegar í Hollandi, í galleríum, á listaviðburðum sem og á samsýningum og á listasöfnum. 

Verkin mín eru í einkaeigu bæði í Hollandi sem og á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Í galleríinu Klein Zwitserland í Schoorl, norður Hollandi, er ég með viðvarandi einkasýningu í einum sýningarsala galleríisins.

Auk þess að sýna geri ég verk eftir pöntun, hef unnið sem sýningarstjóri og starfa sem leiðsögukennari á listasafninu Stedelijk Museum Alkmaar.

 

Listaverkin mín eru tvíþætt. Annars vegar bý ég til þrívíð verk og klippiverk úr pappír, plastfilmu eða málmi og hins vegar teikna ég á þurrkuð laufblöð.  

Nýverið þróaði ég tækni sem gerir mér kleift ad vinna og verka laufblöð af trjám og plöntum þannig að ég geti notað þau sem teiknipappír.

 

Innblástur sæki ég í náttúruna og i náttúrleg form sem ég síðan blanda saman við samfélagslegar íhuganir og vangaveltur um mannlega hegðun, félagsleg samskipti og áhrif mannsins á náttúruna.

Tæknilegar upplýsingar:

Undanfarin ár hef ág þróað tækni sem gerir mér kleift ad nota laufblöð eins og pappír til ad teikna á.

 

Hvert laufblað er lagt í efnablöndu sem leysir upp mjükvefi þess. Síðan er það þurrkað og þá stendur einungis stoðvefurinn eftir sem er sellulósi.

 

Sellulósi eru trefjar (stoðvefur); hann endist vel við venjulegan loftraka og er í raun mjög varanlegur efniviður, samanber papírus forn-Egypta.

Innrammaðar og geymdar við stofuhita er endingartími laufblaðateikninganna sá sami og hjá öðrum listaverkum, olíu- eða akrýlmálverkum og teikningum á pappír.

 

Eins og gildir um öll listaverk mæli ég eindregið með því að hengja laufblaðateikningarnar ekki í beina sól né þar sem er mikill loftraki.

---

bottom of page